Gjörningurinn: Tökum höndum saman, við þurfum á hvert öðru að halda - Reykjavíkurtjörn 28. apríl 2007 kl. 13 til 15

Listahátíðin List án landamæra 2007
Sjá hér bækling um hátíðina og hér er auglýsing um opnunarhátíðina 26. apríl 2007 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Gjörningurinn:
Tökum höndum saman, við þurfum á hvert öðru að halda

Reykjavíkurtjörn 28. apríl 2007 kl. 13 til 15 

Gjörningurinn byggir á þátttöku þinni við að skapa líf og list án landamæra! 

Smellið hér til að lesa ljóðið Tjarnarhringur eftir Helga Seljan
Smellið hér til að hlusta á viðtal við Margréti M. Norðdahl og Kolbrúnu Dögg um List án landamæra og gjörninginn á Morgunvakt Rásar 1 á RÚV

Gjörningurinn fer fram á gangstéttum við tjörnina þar sem myndaður verður hringur með þátttöku þinni. Fólk safnast saman kl. 13 til að mynda hringinn. Leiðbeinendur gjörnings verða staðsettir víðsvegar í hringnum og aðstoða. Gangan hefst kl. 14 og þátttakendur ganga saman hönd í hönd einn hring í kringum tjörnina. Allir eru velkomir að mæta og taka þátt. 

Að taka höndum saman
Hringurinn er eitt af grunnformunum. Hann felur í sér hreyfingu. Við erum gjörn á að flokka fólk og setja það í mismunandi kassa. Að taka höndum saman og mynda hring óháð stétt og stöðu, augnlit eða útlitsgerð, krefst þess að við horfumst í augu við sjálf okkur. Sjóndeildarhringurinn stækkar, við verðum ekki eins þröngsýn á lífið og færumst úr spori.

Tjörnin táknar það að við horfumst í augu við okkur sjálf, speglum okkur í vatninu, og horfumst í augun á náunganum, sem við höldumst í hendur við. Þessi gjörningur er góð leið til að efla vitundarvakningu, sem þarf að eiga sér stað til þess að allir geti verið sýnilegir og tekið þátt í þjóðfélaginu á sínum forsendum.

Hér er skjal (.pdf) með nánari upplýsingum um gjörninginn

Að List án landamæra standa: Átak Hitt húsið Fjölmennt Þroskahjálp ÖBÍ  -  Höfundur gjörnings er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, en einnig koma að sköpun hans með ýmsum hætti: Alþjóðahús Félag eldri borgara Hugarafl Islandpanorama Samtökin 78


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband